We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Haukurinn (Hulda)

from Fugl by Ulfdis

/

lyrics

Haukurinn

Gott áttu, hraðfleygi haukur,
sem hamrana byggir,
frelsið er eign þín og arfur
frá ómuna tíðum.
Himinnins heiðblái faðmur,
hafið og fjöllin,
allt er þitt víðlenda veldi,
voldugi haukur.

Augu þín morgninum mæta,
þá myrkt er í dölum,
sólgeislinn fyrsti er sindrar
þú svefninum léttir.
Útsýn frá tindinum efsta,
í árdegis friði,
unnt er þér einum að líta,
alfrjálsi haukur.

Skuggarnir láglendið lykja,
þó ljóst sé hið efra,
byggðin er þögul, hún blundar
í blækyrrum friði.
Einstakur ljósgeisli læðist
að lokuðu blómi,
svo rennur sólin hið neðra
og sveitirnar vekur.

Blika þá dögglitir dalir
í dagroða hjúpi,
öræfi óbyggð og heiðar
með alfrjálsum hjörðum,
vötnin, með heiðríkan himin
í hyldjúpu fangi,
særinn og fannhvítir fossar
að fótum þér syngja.

Fjallanna frjálsborni sonur!
Þér fegurðin lýtur,
hollvættir himinsins líða
þinn hástól í kringum.
Sægolan svifin af hafi
á svalandi vængjum
sólheitum sunnanblæ mætir
með söngóm úr dalnum.

Volduga vængi þú breiðir,
í vorloftsins bylgjum
stígur þú hærra og hærra
og hverfur loks sýnum.
Síðasta bergmálið sofnar
af sönghljómi jarðar,
himinþögn, hátignar djúpa,
þín hjartaslög rjúfa.

credits

from Fugl, track released August 19, 2017

license

all rights reserved

tags

about

Ulfdis Russia

Experimental project Ulfdis (Helena Burningem.)All the work creates the only girl who lives in the Russian hinterland.
This group has an individual sound is expressive improvisation, as well deep mystical significance of all creativity.

contact / help

Contact Ulfdis

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Ulfdis, you may also like: