We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Heyr​ð​i Eg I Hamrinum (Hulda)

from Fugl by Ulfdis

/

lyrics

"Heyrði ég í hamrinum"
huldumeyjar syngja,
silfurklukkur hringja
í sumarfriði.
Kyrrt var inni' í hvamminum,
- kvíða og von ég gleymdi,
ljóst og vært mig dreymdi
með lágum niði.
Bak við heiðahöllin breið,
hraun og græna móa
heyrði ég smalann hóa,
hljómurinn barst með dröngum.
Glóey rann og geislinn brann
glatt á fjallavöngum.

Þei, þei! - Þei, þei!
Þetta er fagur rómur!
Undarlegur ómur
yfir holtin líður,
grátþrunginn, þýður:

Röðull hnígur,
húmið stígur,
heiðlóan að hreiðri flýgur;
vindinn dreymir,
döggin streymir,
dalurinn vefst í þokuhjúp.
Nú er fagurt fram við djúp!
Aftanbjarma
yfir hvarma
Ægis hefur sunna breitt,
sæ og himin saman skeytt,
þeir sýnast ljóshaf eitt.
Græðismeyjar
út við eyjar
geislum skreyttar ganga í dans,
leiftra, stíga
lækka, hníga,
lykja skerin hvítum krans;
köllin berast inn til lands.
Hefring, Kólga
Himinglæfa
hæstar gnæfa,
dansa, syngja, svella, ólga
Dúfa' og Bylgja
bjartar fylgja,
Bára, Unnur, Blóðughadda,
káta Hrönn
með hvíta tönn
veit ég yst á vogi stadda.
Hafið þrái´ég!
Hvergi má ég
yndi festa utan þar;
ást mín býr í djúpum mar.
Grætur, grætur gígja mín,
gullnir strengir skjálfa;
svæfi ég alla álfa
áður en dagur skín,
áður en bjartur dagur skín.
"Ekki heiti ég Eiríkur
þó ég sé það kallaður,
ég er sonur Sylgju
sem bar mig undir bylgju."
Átti ég háar
hallir bláar,
ljósar reiti, liljur grænar,
perluval
í sævarsal,
flogagull og gígjur vænar
uns mig seiddu í djúpan dal
dætur huldu,
dætur huldu
mig í háum hömrum duldu!
Finn ég hvorki frið né ró,
fjöllum kringdur langt frá sjó,
hárri luktur hamraþró.
Hef ég aldrei grátið nóg? -
"Allar mínar sorgirnar bind ég undir skó".
Heitur er harmur minn
en hlæja verð ég þó.

credits

from Fugl, track released August 19, 2017

license

all rights reserved

tags

about

Ulfdis Russia

Experimental project Ulfdis (Helena Burningem.)All the work creates the only girl who lives in the Russian hinterland.
This group has an individual sound is expressive improvisation, as well deep mystical significance of all creativity.

contact / help

Contact Ulfdis

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Ulfdis, you may also like: